Greinar arrow Fræðslu greinar sjóntækjafræði arrow Starf Sjóntækjafræðings
Starf Sjóntækjafræðings Print Email


Hvað er starf sjóntækjafræðings og


hvernig er hægt að læra það?

 

Flestir sjóntækjafræðingar á Íslandi starfa í gleraugnaverslunum. Starf þeirra þar fellst í því að leiðbeina við val á gleraugum ásamt því að mæla sjónina og máta snertilinsur.

Við Sjónstöð Íslands er einnig starfandi sjóntækjafræðingur sem veitir þeim sem hafa mjög skerta sjón aðstoð.

Erlendis eru atvinnumöguleikarnir fleiri t.d. eru oftast sjóntækjafræðingar starfandi á þeim sjúkrahúsum sem hafa augndeildir. Ásamt því hafa margar sjálfstætt starfandi stofur sem framkvæma augnaðgerðir sjóntækjafræðinga innan sinna vébanda.

Má því segja að starf sjóntækjafræðings sé fjölbreytt og í stöðugum breytingum. Breytingar hafa einnig orðið á Íslandi en fyrst árið 2004 fengu sjóntækjafræðingar að mæla sjón hér á landi.

Engir möguleikar eru að læra sjóntækjafræði á Íslandi og þarf því að leita erlendis til.

Nám í sjóntækjafræði er á háskóla stigi og þarf því stúdents próf, best er að hafa sem mest af raungreinum til þess að komast inn. Fáir skólar eru á norðurlöndunum eða tveir í Svíþjóð, tveir í Danmörku, einn í Noregi og einn í Finnlandi. En íslendingar hafa á síðari árum flestir fari til norðurlandanna til að læra sjóntækjafræði. Grunnnámið er víðast hvar 3 ár og útskrifast viðkomandi þá sem sjóntækjafræðingur með réttindi til að mæla sjón og fullvinna sjónhjálpartæki. Eftir það próf er hægt að bæta við námi t.d. í snertilinsu mátun ásamt öðrum sérgreinum sem eru í boði. Einnig er hægt að bæta við Master gráðu og Doktors gráðu í faginu. Hægt er að læra fagið í öðrum löndum, en við ráðleggjum þeim sem ætla að læra utan norðurlandanna að leita eftir upplýsingum hjá Félagi íslenskra sjóntækjafræðinga og/eða Heilbrigðisráðuneytinu um hvort nám í viðkomandi skóla verði viðurkennt hér á landi að loknu námi.