Greinar arrow Fræðslu greinar linsur arrow Linsu leiðbeiningar
Linsu leiðbeiningar Print Email

Leiðbeiningar fyrir snertilinsur

Almennar leiðbeiningar og upplýsingar.

Snertilinsurnar þínar eru sjónhjálpartæki sem ætlaðar eru til að bæta sjónina eða til að bæta útlit. Þetta eru áríðandi upplýsingar og er brýnt að lesa þær vel.

Þær fjalla bæði um harðar og mjúkar linsur ásamt linsuvökva.

Linsusérfræðingurinn þinn mun ráðleggja þér um hvaða linsur og hvaða hreinsun henti þér best.

Linsutegund er gefin upp á umbúðum.

Efnasamsetningin er einnig gefin upp á umbúðunum.

Þegar þú færð linsur í fyrsta skipti þá þarf að hafa í huga eftirfarandi:

 • Aldrei að nota linsur þar sem dagsetningin er útrunnin á pakkanum.
 • Flestar linsur á alltaf að taka úr augunum áður en lagst er til svefns.
 • Þú mátt aðeins nota linsur í þann tíma sem linsusérfræðingurinn þinn hefur ráðlagt þér.
 • Nota aðeins linsur sem hafa verið í innsigluðum umbúðum.
 • Notið linsurnar ekki allan sólarhringinn á þjálfunar tímanum.
 • Linsusérfræðingurinn þinn ráðleggur þér hvernig best er að auka notkunartímann.

Mundu að skipta út linsunum á réttum tíma ef þú ert með skammtíma linsur, þannig að þú hafir ávallt ferskar linsur í augunum. Linsurnar ber að endurnýja eins og sagt er til um á umbúðunum.

Ef munur er á linsunum mun linsusérfræðingurinn þinn leiðbeina þér að þekkja í sundur hægri og vinstri linsu.

Athugið sérstaklega eftirfarandi atriði:

 • Linsurnar mega ekki komast í snertingu við snyrtivörur (s.s. hárlakk, leysiefni eða einhverjar kryddvörur).
 • Athugið að linsur geta skemmst ef þær eru meðhöndlaðar of harkalega.
 • Notið eingöngu eigin linsur og lánið þær ekki öðrum.
 • Þéttleikinn á milli linsunnar og augans halda linsunum vel föstum í augum, verið samt varkár í vatnsíþróttum. Í sundi er ráðlegt að nota sundgleraugu, forðist að fá vatnið í augun.
 • Linsur geta færst úr stað ef augun eru nudduð of harkalega.
 • Ef vandarmál er með linsurnar, talið við linsufræðing.
 • Farið reglulega í eftirlit.
 • Mikilvægt er að eiga alltaf til gleraugu þannig auðvelt sé að skipta yfir í þau.
 • Mjúkar linsur má aldrei setja í augun ef þær eru orðnar of þurrar.
 • Áður en linsurnar eru settar í augun ber að hreinsa þær vel samkvæmt leiðbeiningum sem linsusérfræðingurinn gefur þér.

Harðar linsur mega ekki verða fyrir meiri hita en 45° á celcius.

Við ísetning á linsu fer eftirfarandi fram:

Byrjað er á því mikilvægasta sem er að þvo hendurnar vel.

Opnið plastbakka með því að rífa gætilega ál-fólíuna á þeim stað sem merkt er.

Þegar um er að ræða glös, þá á að toga flipann varlega upp. Rífið innsiglið utan af í heilu lagi, athugið að kanturinn á innsiglinu getur verið skarpur. Þegar búið er að fjarlægja innsiglið á að fjarlægja gúmmí-hettuna, ef um er að ræða harða linsu þá mun hún oftast vera skorðuð í þar til gerðum haldara í gúmmí-hettunni. Með því að þrýsta létt á gúmmíið þá losnar hún auðveldlega. Þegar um er að ræða mjúkar linsur, er best að hella vökvanum úr glasinu í lófa og láta vökvann leka út í gegnum fingurna þá á linsan að liggja eftir í lófanum.

Aðgætið að mjúka linsan snúi rétt, kanturinn á að snúa beint upp á linsunni, ef hún snýr öfugt snýr kanturinn örlítið út. Snúið linsunni við ef hún er öfug.

Áður en linsan fer í augað er ráðlegt að skola hana vel með vökva sem linsusérfræðingurinn hefur ráðlagt, alls ekki með vatni.

Linsan er sett í augað með því að setja linsuna á vísifingur (fingurgóm).

Með löngutöng hinnar handar er efra augnlokinu haldið opnu, langatöng þeirrar handar sem linsan er á er notuð til að halda neðra augnlokinu opnu.

Nú er linsan sett í miðju augans eða sem næst augasteininum.

Þegar tilfinningin er að linsan sitji á auganu, sleppið þá augnlokunum varlega. Ekki blikka auganu alveg á fullu heldur rólega.

Ef þessi aðferð gengur ekki, leitið þá eftir ráðgjöf linsusérfræðings þíns um aðra aðferð.

Ef þú sérð illa eða þokukennt með linsunum getur verið að linsan sé öfug eða að hægri og vinstri linsan hafi víxlast. Takið linsurnar úr og aðgætið hvort þær séu réttar, ef svo er, prófið að víxla linsunum.

Ef linsurnar valda sársauka í auga getur verið að einhver óhreinindi séu undir linsunni eða að linsan sé skemmd, takið linsuna úr og athugið hana.

Ef linsur valda sviða í auganu verður að taka hana úr og skola aftur með saltvatni.

Að taka mjúkar linsur úr augunum er gert á eftirfarandi hátt:

Byrjað er á mjög mikilvægu og það er að Þvo hendur vandlega.

Beygið höfuðið aðeins fram, lítið smávegis upp og togið neðra augnlokið niður með löngutöng þeirrar handar sem linsan er tekin úr með, togið efra augnlok upp með löngutöng hinnar handar. Þá er vísifingur settur á linsuna og rennið henni niður á hvítuna og klemmið linsuna úr auganu með vísifingri og þumalfingri. Ef maður passar að horfa áfram uppá við, á þetta að vera auðvelt.

Til að fyrirbyggja að linsurnar víxlist borgar sig að leggja linsurnar jafnóðum og þær eru teknar úr, í rétt hólf (hægri/vinstri).

Að taka út harðar linsur:

Aftur er byrjað á því að Þvo hendur vandlega.

Beygið höfuðið yfir spegilinn. Opnið augun nógu mikið þannig að augnlokin hylji ekki linsuna. Leggið fingurgóminn á ytri augntotuna, aðgætið að neglur komi ekki við augað. Haldið auganu opnu og togið augnlokin í áttina að eyranu, þá á linsan að falla úr. Til að forðast að víxla linsunum ber að ganga frá þeim um leið og þær eru teknar úr. Ef þessi aðferð gengur ekki, þá getur linsusérfræðingurinn þinn leiðbeint þér með aðra aðferð.

Til að varðveita linsurnar á sem bestan hátt, ber að gæta hreinlætis og nota kerfisbundna hreinsunaraðferð. Fylgja ber leiðbeiningum þeim sem eru á umbúðum vökvans eða sem linsusérfræðingurinn þinn hefur ráðlagt þér.

Breytingar á vökva.

Til þess að komast hjá vandarmálum með linsuvökvann, skal forðast að nota annan vökva en þann sem linsusérfræðingurinn hefur ráðlagt.

Ýmis lyf geta haft áhrif á táravökvann og þar af leiðandi valdið óþægindum við notkun á linsu. Látið linsusérfræðinginn vita um hvað lyf eru notuð.

Við notkun gervi-tára ber að fara eftir leiðbeiningum á umbúðum.

Mikil gufa, tóbaksreykur, leysiefni og önnur ertandi efni til lengri tíma geta haft áhrif á endingartíma linsanna.

Aukaáhrif:

Óþægindi við notkun, t.d. aukið táraflæði, roði í augum, sjóntruflanir eða ofnæmisviðbrögð, ber alltaf að tilkynna linsusérfræðingi.

Ef það er ekki gert getur það leitt til varanlegs augnskaða.

Sum lyf geta leitt til litabreytinga og/eða óþæginda í augum.

Verið á varðbergi fyrir:

 • Sýkingum í augum.
 • Breytingu á tilfinningu í auga.
 • Skorti á táravökva.
 • Almennum sjúkdómum sem geta haft áhrif á ónæmiskerfið.
 • Skaða / skemmdir á hornhimnu eða augnlokum.

Notið eingöngu linsur sem sérfræðingur hefur mátað og mælt með.